Stjórnmál

Fossvogsbrú verður margfalt dýrari en brúin í Þorskafirði – sem eru jafnlangar

By Miðjan

October 21, 2023

„Umræðan um svokallaða Fossvogsbrú, sem á að kosta 7,5 milljarða, vakti athygli mína,“ sagði Jón Gunnarsson á Alþingi.

„Nú er verið að ljúka verki í Þorskafirði á 260 metra langri brú, jafn langri þeirri sem er fyrirhuguð yfir Fossvog. Það er 2,5 km vegagerð í kringum þá brú, sem sagt fyllingar beggja vegna, og heildarkostnaður við það verk er 2 milljarðar og 78 milljónir. Það á að byggja jafn langa 260 metra brú yfir Fossvog fyrir 7,5 milljarða. Ef hönnunarsamkeppni er nefnd fá margir skrýtna tilfinningu vegna þess að það þykir margfalda kostnaðinn og það á til að mynda við þegar menn tala um alþjóðlega hönnunarsamkeppni um brú yfir Sundabraut, sem ég held að menn þurfi að skoða mjög vel,“ sagði Jón.

„Víðar er leitað matarholna í þessu, til að mynda var athygli mín vakin á því að í 14. gr. myndlistarlaga er 1% af heildarbyggingarkostnaði skilyrt til listaverkakaupa. Það eru 2 milljarðar í listaverkakaup við byggingu Landspítala,“ sagði Jón Gunnarsson.