Frá fyrstu skólfstungu að United Silicon. Magnús Garðarsson,, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: vf.is

Fréttir

Forystuhollustan í Miðflokknum

By Miðjan

June 18, 2020

Stjórnmál / Tíu af ellefu bæjarfulltrúum telja að læra megi af uppbyggingu og rekstri United Silicon. Það er aðeins Mar­grét Þór­ar­ins­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Miðflokks­ins, sem er ósammála.

Gott er að minnast þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lék á als oddi þegar fyrsta skóflustunga af verksmiðjunni var tekin. Hann var þá forsætisráðherra Framsóknarflokksins.

Í Mogganum  segir: „Niðurstaða skýrsl­unn­ar er slá­andi og áfell­is­dóm­ur yfir stjórn­sýslu bæj­ar­ins,“ seg­ir í bók­un sem hún las upp.

En hverjum var um að kenna að fór sem fór að mati Margrétar í Miðflokknum, aftur er vitnað í Moggann: „Ólög­leg­ar póli­tísk­ar ákv­arðanir þáver­andi meiri­hluta hefðu verið megin­á­stæða þess hvernig fór.“