Forystuhollustan í Miðflokknum
Stjórnmál / Tíu af ellefu bæjarfulltrúum telja að læra megi af uppbyggingu og rekstri United Silicon. Það er aðeins Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins, sem er ósammála.
Gott er að minnast þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lék á als oddi þegar fyrsta skóflustunga af verksmiðjunni var tekin. Hann var þá forsætisráðherra Framsóknarflokksins.
Í Mogganum segir: „Niðurstaða skýrslunnar er sláandi og áfellisdómur yfir stjórnsýslu bæjarins,“ segir í bókun sem hún las upp.
En hverjum var um að kenna að fór sem fór að mati Margrétar í Miðflokknum, aftur er vitnað í Moggann: „Ólöglegar pólitískar ákvarðanir þáverandi meirihluta hefðu verið meginástæða þess hvernig fór.“