Ég er í litlum hópi eldri borgara í Gráa hernum sem hefur barist fyrir því á fjórða ár að farið sé í mál við ríkið út af skerðingum.
Opið bréf: Áskorun til stjórna FEB og LEB
Á haustmánuðum var enn einn starfshópurinn stofnaður til að bæta kjör eldri borgara. Í hópnum eiga sæti fulltrúar FEB, LEB og fulltrúar stjórnar KJ, sem skipaði hópinn, Ég ásamt mörgum öðrum í Gráa hernum sögðum að við þyrftum ekki einn hópinn enn, það væri mál að linna. Við ættum að fara í mál við ríkið
Starfshópurinn hefur skilað áliti. Hópurinn leggur til, að kjör útlendinga,sem búa hér og hafa ekki full réttindi í TR vegna skertrar búsetu, verði bætt svo og kjör Íslendinga, sem búið hafa lengi erlendis og njóta ekki fullra réttinda í TR vegna skertrar búsetu. Félagsmálaráðherra tilkynnti í gær, að kjör þessara aðila yrðu bætt en réttlæti annarra eldri borgara, sem ekki hafa nóg fyrir framfærslu verður áfram frestað. Hvaða rugl er þetta? Á áfram að draga eldri borgara á asnaeyrunum,kannski eitt ár í viðbót? Það er ágætt að hugsa til útlendinga,sem hafa ekki full réttindi í TR og Íslendinga,sem dvalist hafa langdvölum erlendis og eru af þeim sökum í sama bát og útlendingarnir en það þýðir ekki að gleyma eigi öllum hinum sem alltaf hafa búið á Íslandi og ekki hafa neinn lífeyrissjóð af ýmsum segi Björgvin Guðmundsson í góðri grein í blaðinu í gær.
Bjarni Ben fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær. Hátekjufólk þ.e.a.s. allir sem eru yfir 900 þúsund krónum í dag erum komnir í skattþrep sem er rúm 46% og það tel ég vera hátekjuskattþrep.
Veit ekki BB að eldri borgarar eru skattlagið upp í 86% með jaðarsköttum og skerðingum.
Ég er í litlum hópi eldri borgara í Gráa hernum sem hefur barist fyrir því á fjórða ár að farið sé í mál við ríkið út af skerðingum. Ég sendi skriflegt boð til stjórna FEB og LEB þar sem ég bauð mig fram til að fronta málið. Ég hef ekki fengið svar enn, þrátt fyrir margar ítrekanir.
Málið stendur þannig í dag að VR hefur lofað að styðja málsókn með einni miljón og fleiri veraklýðsfélög hafa boðið fram sinn stuðning. Póstar, síminn og jafnvel heimsóknir af ókunnugu fólki á heimili mitt stoppa ekki til að lýsa yfir stuðning við málið.
Ég skora því á stjórnir FEB og LEB að þær veiti málinutafarlausan stuðning þannig að hægt sé að stofna sjóðinn og skipa honum fjárvörslumenn.
Wilhelm W.G. Wessman.