Stjórnmál

Förum þriðju leiðina

By Miðjan

November 28, 2022

„Mér finnst stundum eins og hér séum við stödd í einhverri kirkju og valið standi á milli lútersku og kaþólsku. Það er ekki svo þegar kemur að mynt og gengismálum. Við erum föst í einhverri gamalli hugmynd um að þetta sé annaðhvort bara íslenska krónan eða Evrópusambandið. Ég fullyrði að þriðja leiðin er til. Við fetuðum þriðju leiðina, mitt á milli kapítalisma og kommúnisma, og okkur hefur farnast ágætlega. Tökum þriðju leiðina til umræðu sem felur ekki í sér Evrópusambandsaðild en nýja stöðuga mynt sem sker okkur úr þessum rándýru fjötrum. Förum að ræða það. Það eru til fleiri en tveir kostir. Öllum kemur það á óvart,“ sagði Jakob Frímann Magnússon á Alþingi.