Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, skrifar í Moggann í dag. Benedikt er stærðfræðingur og hann hefur reiknað. Í greininni segir:
„Fólki farnast best þegar það ber ábyrgð á sér sjálft. Enginn græðir á deilum milli landshluta um hvort stofna eigi limum fólks eða lífsbjörg í hættu. Reynslan sýnir líka að biðin eftir hjálp að sunnan verður oft býsna löng. En peningarnir eru til og þeir eru nær vandanum en sumir myndu ætla.
Þegar neyðin er stærst er hjálpin oft næst. Í öllum landsfjórðungum eru mikil verðmæti. Kvótakerfið hefur reynst vel til þess að vernda fiskistofna, en eigum við ekki að nýta ávinninginn til þess að vernda íbúa á þeim svæðum sem gert er út frá? Útgerðarmenn hafa greitt sér meira en 100 milljarða í arð á áratug. Peningarnir hafa streymt frá landsbyggðinni í fjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu og í fjarlægum löndum. Þótt ekki færi nema brot af arðgreiðslunum í innviði yrði landið allt byggilegra.“
Víst er að það munar um minna.