Bandaríska fasteignafyrirtækið Carpenter&Company hefur leitt vinnuna við byggingu Edition hótelsins við Hörpu. Tvö Four Seasons hótel eru einnig á verkefnalista fyrirtækisins. Þar með er ekki öll sagan sögð af tengslum fyrirtækjanna tveggja.
Malasíski kaupsýslumaðurinn Vincent Tan hefur tryggt 40 milljarða króna fjármögnun til þess að hefjast handa við uppbyggingu Four Seasons hótels á Miðbakkanum í Reykjavík. Þetta fullyrti Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Icelandairhótelanna og umsjónarmaður fjárfestinga Vincents Tan hér á landi í viðtali við Morgunblaðið í gær.