- Advertisement -

Steingrímur reiddist Pírötum

„Ef þingmenn Pírata telja forseta ekki valda starfi sínu geyma þingsköpin úrræði um hvernig hægt er að taka á því máli.“

Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, mislíkaði athugasemdir þingmanna Pírata, sem sökuðu hann um hlutdrægni í störfum sínum.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir byrjaði og sagði:

Ég kem hingað upp til að leita leiðsagnar forseta vegna þess að ég er svolítið ringluð akkúrat núna. Það vill svo til að þingmenn Pírata hafa tvisvar sinnum verið stöðvaðir í miðri ræðu vegna þess að þeir hafa beint orðum að háttvirtum þingmönnum sem hafa ekki haft tækifæri til að verja sig í kjölfarið. Nú hafði ég ágæta ánægju af því að hlusta á háttvirtan þingmann Guðmund Andri Thorsson tala áðan en ég heyrði ekki betur en að sú ræða hefði öll snúist um einn annan háttvirtan þingmann sem einmitt fékk ekki tækifæri til að svara fyrir sig. Mig langar bara að leita leiðsagnar hæstvirts forseta um hvenær það er leyfilegt og hver munurinn sé á ræðu háttvirsts þingmanns Guðmundar Andra Thorssonar og þeim ræðum þingmanna Pírata sem voru taldar óviðeigandi,“ sagði hún.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Þetta er allt til á upptöku hvernig forseti dæmir í málum um málfrelsi þingmanna í þingsal.

Og bætti við að sér þætti  gott að það væri bara skýrt hvað má og hvað má ekki segja um aðra þingmenn án þess að þeir fái tækifæri til að svara fyrir sig og án þess að vera stöðvaðir í miðri ræðu.

Steingrímur gerði illt verra þegar hann svaraði:

„Forseti efast um gildi þess að fara í samanburð af því tagi sem háttvirtur þingmaður nefndi hér. Háttvirtur þingmaður Guðmundur Andri Thorsson lagði með mjög skemmtilegum og skáldlegum hætti út af blaðagrein sem reyndar annar stjórnmálamaður hafði skrifað og kom með sínar hugleiðingar í því sambandi. Hann beindi engri spurningu til háttvirts þingmanns eða átti orðastað við hann á þeim forsendum að eðlilegt væri að hann væri til staðar. Auk þess skiptir máli hvernig orðum er beint að öðrum þingmönnum þegar það er metið hvort það sé viðeigandi að viðkomandi hafi ekki verið aðvaraður og honum gefinn kostur á að vera til staðar og svara fyrir sig. Ef háttvirtur formaður þingflokks Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er að láta að því liggja að forseti sé hlutdrægur í störfum sínum sárnar forseta það og hann mótmælir því.“

Jón Þór Ólafsson, þingmaður og einn varaforseta þingsins, tók þátt og sagði:

„Þetta er allt til á upptöku hvernig forseti dæmir í málum um málfrelsi þingmanna í þingsal. Við munum bara fara yfir það, klippa það saman og fara yfir þær reglur. Það gengur ekki að það sé hlutdrægni þegar kemur að þingmönnum og þeirra tjáningarfrelsi. Ef forseta sárnar að heyra að það sé möguleiki á því að hann fari ekki rétt með — það eru allir mannlegir. Í það minnsta eru allir mannlegir og forseti á bara að þakka fyrir það ef honum er bent á að hann gæti mögulega ekki jafnræðis.“

Helgi Hrafn Gunnarsson var næstur: „Skiptir máli að mati virðulegs forseta hversu skemmtileg ræðan er eða hvort virðulegum forseta líkar vel við hana? Ég skildi það þannig, ég trúi því ekki að það sé réttur skilningur. Ég bið virðulegan forseta um að skýra það aðeins betur vegna þess að mér finnst það enn þá óskýrt.“

Nú var Steingrími ekki skemmt: „Forseti eða forsetar yfir höfuð reyna að halda uppi góðri reglu á fundum Alþingis eins og þeim ber lögum og stjórnarskrá samkvæmt. Ef þingmenn Pírata telja forseta ekki valda starfi sínu geyma þingsköpin úrræði um hvernig hægt er að taka á því máli.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: