Enn eru þingmenn Miðflokksins í málþófi. Nú rúmlega sjö að morgni tala þeir enn um orkupakkann. Þingfundur byrjaði um miðjan dag í gær. Ekki er neinn bilbug á þeim að finna.
Annað er með Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, honum er sýnilega ekki skemmt. Að auki er hann orðinn þegjandi hás.
Í gærdag höfðu þingmennirnir, að ósk Steingríms, að draga úr andsvörum. Nú er allt farið í fyrra horf og þeir koma í ræðustól með andsvör, hver á eftir öðrum.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mætti í þingsal í gær, að kröfu Miðflokksins. Þingmennirnir gáfu innkomu hans falleinkunn. Samt hefur framlag Guðlaugs Þórs verið fóður í margar ræður.