Fortíðin Þessi mynd var tekin á Þingvöllum, sennilega veturinn 1988 frekar en 1989. Ég og Kristján Ari Einarsson ljósmyndari vorum á ferð á Þingvöllum þegar við sáum forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, vera þar ásamt hópi Þjóvðerja. Það var mikill snjór og meðan ég talaði við Vigdísi og hún sagði mér frá erindinu, hélt hún undir handlegginn á mér og Kristján smellti af. Myndin var síðan á forsíðu DV daginn eftir. Mér ekki að skapi. Þegar ég fagnaði tímamótum í vetur var þessi mynd notuð. Mér að óvörum.