„Forseti borgarstjórnar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, er ekki starfi sínu vaxin. Framganga hennar á borgarstjórnarfundinum var borgarstjórn til ævarandi skammar. Að efna til pólitískra réttarhalda yfir einum borgarfulltrúa er fordæmalaust,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á fundi borgarstjórnar.
„Ekki nóg með að hún sé forseti borgarstjórnar, þá stýrði hún líka vinnu við endurskoðun nýrra siðareglna, sem hún sjálf þverbraut í umræðunni. Sami borgarfulltrúi stýrði líka vinnu við að endurskoða reglur um skráningu fjárhagslegra hagsmuna borgarfulltrúa og trúnaðarstörf utan borgarstjórnar. Hún er auk þess formaður mannréttindaráðs. Ekki datt henni í hug að biðjast afsökunar á framferði sínu og er rúin trausti,“ bókaði Vigdís.
„Meðferð málsins í framhaldinu er röng því meirihlutinn ætlar að vísa því í borgarráð. Málið á að taka aftur fyrir í forsætisnefnd, þar sem það á heima, því forsætisnefnd að minni beiðni óskaði eftir áliti Persónunefndar hvort reglurnar ganga of langt hvað varðar persónuvernd.“