- Advertisement -

Forseti Íslands biðji namibísku þjóðina afsökunar á framferði Samherjamanna

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Í ljósi þess að embætti forseta Íslands var misnotað af Samherjamönnum í aðgerðum þeirra til að komast yfir kvóta í Namibíu, eins og fram kom í Kveik, þá er þetta ekki nóg hjá Guðna, viku eftir sýningu þáttarins (þótt misnotkunin hafi átt sér stað í tíð fyrri forseta, þess sem kallaður var forseti útrásarinnar). Það er eins og allt stjórnkerfið, reyni að bregðast við með eins litlu og mögulegt er. Þetta er einfaldlega ekki þannig mál. Þetta er stórt mál sem hefur rifið samfélagið á hol. Það hefur komið í ljós að þau sem Íslendingar hafa treyst fyrir mestu, fært mestar gjafir, hampað hæst er rumpulýður. Og fólk áttar sig á að það er ekki tilviljun, þetta er ekki einstakt tilvik heldur enn ein sönnun þess (Hrun, Panama, Wintris, Fjárfestingaleið Seðlabankans, Gráir listar) að samfélagið okkar hampar þeim mest sem eiga það síst skilið. Og treður á þeim sem eiga það alls ekki skilið. Það litla traust sem var á stjórnvöldum er að brenna upp. Og veik viðbrögð alls kerfisins er eins og olía á þann eld. Forseta Íslands ber að biðja Namibísku þjóðina afsökun á framferði Samherjamanna. Og þá íslensku afsökunar á að stjórnvöld hér skuli hafa látið þetta viðgangast, að þau hafi alið upp frekjuna í þessum mönnum með þjónkun og beinni þátttöku (þ.m.t. embætti forseta).

Það vantar í þessa yfirlýsingu forsetans hver eru hin raunverulegu fórnarlömb. Það eru ekki íslenskir embættismenn sem geta nú síður en áður stært sig í útlöndum. Það er fátækt fólk, í Namibíu, á Íslandi og víða um heim, sem er rænt kerfisbundið svo það getur ekki lifað sómasamlegu lífi, ekki treyst því að það eigi fyrir mat út mánuðinn, ekki treyst því að það fái þak yfir höfuðið, ekki treyst því að börn þess komist ósködduð til manns.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: