Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem sagði skilið við Bjarta framtíð fyrr í vikunni, undirbýr ásamt fleirum óháð framboð fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 26. maí.
Dagurinn byrjaði vel með góðum fundi þess kjarna sem vinnur saman í nefndum og ráðum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hefur hug á því að gera það áfram eftir úrsögn bæjarfulltrúa úr Bjartri framtíð,“ skrifar hún á Facebook.
Og svo þetta: „Verið er að endurskoða mönnun í nefndir og ráð og leggja drög að nýju óháðu framboði til að fylgja eftir þeim góðu verkum sem Björt framtíð í Hafnarfirði hefur unnið að á yfirstandandi kjörtímabili. Vorið er kannski komið eftir allt saman.“