Mynd: RÚV.

Fréttir

Forsetahjónin í heimsókn í Reykjanesbæ

By Ritstjórn

April 27, 2019

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Elíza Reid, koma í opinbera heimsókn til Reykjanesbæjar nk. fimmtudag, 2. maí, og föstudag, 3. maí. Þau munu m.a. heimsækja fyrirtæki og stofnanir (nákvæm dagskrá verður kynnt eftir helgi) og vil ég hvetja einstaklinga, fyrirtæki, heimili, stofnanir og alla aðra til að gera fínt og snyrtilegt í kringum sig og flagga íslenska fánanum þar sem hægt er. Einnig vil ég biðja ykkur um að dreifa þessum skilaboðum sem víðast, tala við ykkar vinnuveitendur, sjá til þess að þeir hreinsi í kringum vinnustaði og flaggi þar sem hægt er, plokka rusl, taka til o.s.frv.

Á meðal fyrirtækja sem verða heimsótt er Skólamatur (2 af 4 börnum forsetahjónanna fá mat frá þeim í skólanum sínum) og vil ég sérstaklega hvetja fyrirtæki við IÐAVELLI að taka til og gera fínt í kringum sig.

Þetta skrifar Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri.