- Advertisement -

Forsætisráðuneyti ekki með reglur um styrkveitingar

„Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við þá afstöðu forsætisráðuneytis að ekki hafi verið tilefni til að það setti sér verklagsreglur um styrkveitingar í samræmi við almennar reglur stjórnsýslulaga og vandaða stjórnsýsluhætti,“ segir Ríkisendurskoðun.

„Stofnunin bendir á að samkvæmt lögum um opinber fjármál hafa ráðherrar heimild til að veita tilfallandi styrki til verkefna á þeim málefnasviðum sem undir þá heyra.  Þá vekur Ríkisendurskoðun athygli á því að samkvæmt sömu lögum skal fjármála- og efnahagsráðherra setja reglugerð um undirbúning, gerð og eftirlit með slíkum styrkjum. Þær reglur hafa ekki enn verið settar og er fjármála- og efnahagsráðuneyti hvatt til að bæta úr því sem fyrst.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: