- Advertisement -

Forsætisráðherra barmar sér og vælir

- Steingrímur J. Sigfússon harðorður vegna áforma um að færa Fjölbrautarskólann við Ármúla undir Tækniskólann.

„Hvað segja fylgitunglin, Viðreisnog Björt framtíð? Voru þau kosin til þess að gera Sjálfstæðisflokknum þetta kleift?“

„Það þarf ekkert að koma á óvart þó að ráðherra Sjálfstæðisflokksins einkavæði í skjóli nætur og passi sig svo á að vera í útlöndum þegar fréttirnar koma,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi i dag.

„Þeir sem hlýddu á mál hæstvirts forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar og formanns Sjálfstæðisflokksins, á ársfundi Samtaka atvinnulífsins skilja samhengið. Þar barmaði formaður Sjálfstæðisflokksins og hæstvirtur forsætisráðherra sér yfir því og vældi undan því hvað væri þungt fyrir fæti með einkavæðingu og einkarekstur. Það þyrfti bara viðhorfsbreytingu hjá þjóðinni, sagði ráðherrann. Hann efaðist ekki um stefnuna. Sjálfstæðisflokknum kemur það ekkert við þó að almenningur í landinu og þjóðin vilji ekki þetta einkavæðingarbrölt. Það er samt haldið áfram. Þetta er svona. Mantran bara ræður, trúarsetningin blífur og þó að þjóðin vilji þetta ekki þá skal samt haldið áfram, jafnvel þó að þurfi að gera það í skjóli nætur. Það áhugaverða hér og nú er: Hvað segja fylgitunglin, Viðreisnog Björt framtíð? Voru þau kosin til þess að gera Sjálfstæðisflokknum þetta kleift?“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: