- Advertisement -

Forsætisráðherra án trúverðugleika?

Davíð Oddsson tekur á sig krók til að koma höggi á Katrínu Jakobsdóttur. Verkfæri Davíðs er Staksteinar.

„Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð á bágt þegar kem­ur að ut­an­rík­is­mál­um. Það gleym­ist seint þegar flokk­ur­inn, sem hafði talið kjós­end­um trú um að hann væri and­víg­ur ESB, og reyn­ir það enn, sner­ist skyndi­lega eft­ir kosn­ing­ar fyr­ir rúm­um ára­tug og sótti um aðild að sam­band­inu! Þetta var stórt skref gegn stefnu flokks­ins og kostaði fjölda fé­lags­manna. En for­ysta flokks­ins lét sér þetta ekki nægja. Nokkru síðar fékk hún tæki­færi til að standa við þann hluta ut­an­rík­is­stefn­unn­ar að Ísland gangi úr Nató og sé and­vígt hernaðaraðgerðum,“ skrifar ritstjórinn.

Og áfram er haldið: „Hún fékk kylli­flöt á því prófi þegar Nató fór með hernaði gegn Líb­íu, því að á þeim tíma sat VG í stjórn með Sam­fylk­ingu og gat inn­an Nató hafnað hernaðaraðgerðinni.

Þegar þetta er haft í huga þarf ekki að koma á óvart að Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG og for­sæt­is­ráðherra, skuli í vik­unni hafa ávarpað ráðstefnu um Varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in og rifjað þar upp að VG styðji þjóðarör­ygg­is­stefnu Íslands þrátt fyr­ir stefnu flokks­ins.

Vissu­lega má segja að þetta sé praktísk afstaða póli­tískt, því að með því að fylgja stefn­unni myndi flokk­ur­inn úti­loka sig frá rík­is­stjórn­arþátt­töku.

Þegar þetta er skoðað í sam­hengi við um­sókn þvert á yf­ir­lýsta af­stöðu gagn­vart aðild að ESB horf­ir málið öðru vísi við. Þá blas­ir ein­fald­lega við að flokk­ur­inn hef­ur eng­an trú­verðug­leika í ut­an­rík­is­mál­um.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: