- Advertisement -

Forsætisnefnd sló skjaldborg um Ásmund

Jón Þór Ólafsson, sem er einn varaforseta Alþingis, hefur opinberað tilraunir sínar til að rannsakaðar verði greiðslur þingsins til Ásmundar Friðrikssonar. Það var Björn Leví Gunnarsson sem vildi að starfskostnaður allra þingmanna yrði skoðaður, eða rannsakaður. Því var hafnað. Birni var gert að þrengja málið, benda á einn þingmann.

Hann benti á Ásmund Friðriksson, þar sem Ásmundur hafði fengið greitt manna mest fyrir akstur. Forsætisnefnd hafnaði að Ásmundur sætti skoðun.

„Það er skylda mín sem einn varaforseta Alþingis að koma í veg fyrir að meirihluti forsætisnefndar geti notað siðareglur fyrir Alþingismenn til að hvítþvo þingmenn í meirihluta og beitt þeim sem agavaldi gegn þingmönnum minnihlutans,“ segir Jón Þór í samantekt sinni.

Jón Þór skrifar:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég lagði það ítrekað til í forsætisnefnda að siðanefnd myndi fá mál Ásmundar. Því var hafnað aftur og aftur. Svo ég lét skrá allt í fundargerð svo að ábyrgð þeirra sem vildu ekki tryggja óhlutdræga meðferð væri öllum ljós:
_________

Ég bóka að:

Réttmætt traust tapast á siðareglum fyrir Alþingismenn ef málsmeðferð forsætisnefndar á ábendingum um möguleg brot þingmann á þeim er ekki hafin yfir vafa um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð.

Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um efling trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu kemur fram:
„Hagsmunárekstrar er sá þáttur stjórnmála- og stjórnsýslu sem vekur hvað mesta andúð í́ samfélaginu […] Hagsmunaárekstrar eru algjör lykilþáttur í́ umræðu um siðferðilega ásýnd stjórnmála og stjórnsýslu […] ásýnd skiptir öllu máli þegar um mögulega hagsmunárekstra er að ræða. Spurningin getur því́ ekki verið sú́ hversu vel einstaklingurinn treysti sjá́lfum sér, heldur hvernig tengsl blasa við öðrum […] Viðbrö við hagsmunárekstrum eru því́ ekki trú́verðug nema alltaf sé́ hugsað úútfrá́ grunsemdum sem geta vaknað vegna tengsla og hagsmuna þeirra sem gegna opinberum störfum. Ef ekki er brugðist við mögulegri gagnrýni og hún ekki tekin alvarlega er það út af fyrir sig spillingarhvati. Eins og ný́legar rannsóknir sýna fer því́ fjarri að skynsemin sé́ hlutlaus. Allir hafa tilhneigingu til að ýkja eigin óhlutdrægni.“

Það er skylda mín sem einn varaforseta Alþingis að koma í veg fyrir að meirihluti forsætisnefndar geti notað siðareglur fyrir Alþingismenn til að hvítþvo þingmenn í meirihluta og beitt þeim sem agavaldi gegn þingmönnum minnihlutans. Slíkt mun grafa undan virku aðhaldi minnihluta með stjórnarmeirihlutanum, veikja lýðræðið og rústa trausti á Alþingi.

Þegar siðareglurnar voru samdar varaði ég við slíkri hættu ef ekki væri óháð siðareglunefnd til að fara yfir ábendingar um brot þingmanna á siðareglum, og sagðist ekki myndi vera með á þeim nema siðanefnd væri sett í siðareglurnar, sem var þá gert.

Ég legg því aftur til, eins og ég gerði á síðasta fundi forsætisnefndar, að málinu sé vísað til siðareglunefndar. – Tillagan er á borðinu. Hvernig hyggst formaður bregðast við.
[Tillagan mín var felld.]

Þá legg ég til að við óskum að lágmarki eftir ráðleggingu siðareglunefndar, skv. 1.mgr16.gr. siðareglna fyrir Alþingismenn sem segir: „[Siðareglu]Nefndin er forsætisnefnd jafnframt til ráðgjafar um öll málefni sem falla undir reglur þessar og aðstæður sem upp kunna að koma við framkvæmd þeirra“, um hvernig forsætisnefnd geti sem best tryggt að „Málsmeðferð skal haga í samræmi við meginreglur um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð“ eins og okkur er skylt samkvæmt 2.mgr17.gr. Siðareglna fyrir Alþingismenn. – Tillagan er á borðinu. Hvernig hyggst formaður bregðast við.“
[Tillagan mín var felld.]

Þar sem meirihluti forsætisnefndar hefur hafnað að virkja siðanefndina þá legg til að forsætisnefnd sendi GRECO minnisblað um niðurstöður sínar og málsmeðferð, ásamt gögnum máls. – Tillagan er á borðinu. Hvernig hyggst formaður bregðast við.
[Tillagan mín var felld.]

Jón Þór Ólafsson
5. varaforseti Alþingis.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: