Forréttindi að ganga sér til skemmtunar
Örsaga 2 úr hungurgöngunni:
„Allt kostar peninga. Það kostar peninga að ganga út úr húsi. Þú kemst ekkert. Það kostar að taka strætó svo þú þarft að hætta við að fara út úr hverfinu. Það er víst ókeypis að fara í göngutúr, en ef þú ferð allra þinna ferða fótgangandi af því að þú átt ekki bíl þá er göngutúr engin skemmtun, heldur kvöð. Að ganga sér til skemmtunar eru forréttindi.“