- Advertisement -

Formennirnir vöruðu Katrínu við

Formenn fjögurra stéttarfélaga ætla að standa þétt saman í komandi átökum. Alvarleg staða takist ekki að bæta kjör þeirra verst settu.

„Formenn Verkalýðsfélags Akraness, VR, Eflingar og Framsýnar hafa fundað nokkuð stíft að undanförnu enda hafa þessi félög í hyggju að standa þétt saman í komandi kjarasamningum,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, á heimasíðu félagsins.

„Liður í þessu samstarfi þessara stéttarfélaga var að fara og hitta forsætisráðherra en á fundinum var henni gerð grein fyrir þeirri alvarlegu stöðu sem blasir við ef ekki verður komið til móts við kröfur um að lagfæra ráðstöfunartekjur milli- og lágtekjufólks í komandi kjarasamningum,“ skrifar hann.

„Það liggur fyrir að komandi kjarasamningar verða gríðarleg áskorun en það er ljóst að til að hægt verði að koma á sátt á vinnumarkaðnum verða allir að vera tilbúnir að hugsa út fyrir kassann ef svo má að orði komast.

Það liggur líka fyrir að aðkoma stjórnvalda að komandi kjarasamningum verður að vera umtalsverð eins og t.d. að létta skattbyrði á milli- og tekjulægstu hópanna í íslensku samfélagi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það liggur einnig fyrir að þessi stéttarfélög munu kalla á eftir hinum ýmsu kerfisbreytingum sem lúta að t.d. leigu- og húsnæðismarkaðnum enda ótækt með öllu að neytendur hér á landi búi við okurleigu, okurvexti, verðtryggingu og að húsnæðisliðurinn sé inní lögum um vexti og verðtryggingu.

Það kom fram á fundinum að árlega greiða neytendur hér á landi 60 til 100 þúsundum meira í vaxtakostnað af 35 milljóna húsnæðisláni en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum.

Það liggur líka fyrir að gera þarf kerfisbreytingar á lífeyriskerfinu þar sem hagsmunir launafólks verði hafðir að leiðarljósi og lífeyrissjóðunum verði gert kleift að stofna lítt hagnaðardrifin leigufélög.“

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: