- Advertisement -

Formælendur Samfylkingarinnar eru; „fjand­an­um leiðin­legri og skap­vond­ir“

Vilhjálmur Bjarnason skrifaði:

Með Kvöld­skóla KFUM verður til net stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins í grasrót og verka­lýðs- og millistétt. Kvöld­skóli KFUM er hætt­ur og ekk­ert komið í staðinn fyr­ir hann!

„Kerf­is­flokk­ar eru þeir flokk­ar sem hafa staðið af sér ótal kosn­ing­ar og krepp­ur. Hér á landi urðu til „stéttaflokkar“ um 1920, með full­veld­inu. Fram­sókn­ar­flokk­ur og Alþýðuflokk­ur áttu að skipta með sér fylgi vinn­andi fólks í sveit­um, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og í þétt­býli, Alþýðuflokk­ur­inn,“ segir í nýjustu Moggagrein Vilhjálsm Bjarnasonar.

„Alþýðuflokk­ur­inn hef­ur fengið nýja kenni­tölu og nýtt nafn. Síðasti forn­ald­ar­krat­inn er hætt­ur! Kristján Lúðvík Möller er hætt­ur! Sam­fylk­ing­in hef­ur eðli Kvenna­lista! Án allr­ar út­geisl­un­ar! Einskis máls flokk­ur! Að auki, þeir sem tala fyr­ir þessa fylk­ingu eru fjand­an­um leiðin­legri og skap­vond­ir.“

Svo eru það Vinstri græn: „Að ekki sé talað um Vinstri græna, með allt sitt hug­sjóna­fólk! Sem fer svo í aðra flokka þegar það fær ekki allt sem það krefst!“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svona verða veg­ir guðs í stjórn­mál­um órann­sak­an­leg­ir um tíma, en skila að lok­um skýrri niður­stöðu.

Svo er það Sjálfstæðisflokkurinn:

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn verður til úr Íhalds­flokkn­um og Frjáls­lynda flokkn­um. Hann átti að verða flokk­ur at­vinnu­rek­enda, en verður fyr­ir guðsglettni „flokk­ur allra stétta“. Guðsglettn­in var sú að for­ystu­menn í KFUM voru flest­ir í Sjálf­stæðis­flokkn­um. Með Kvöld­skóla KFUM verður til net stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins í grasrót og verka­lýðs- og millistétt. Kvöld­skóli KFUM er hætt­ur og ekk­ert komið í staðinn fyr­ir hann!

Flokk­ur­inn verður 42% flokk­ur á landsvísu en vel yfir 50% flokk­ur í Reykja­vík, þar sem Alþýðuflokk­ur og Sósí­al­ista­flokk­ur áttu að hafa meiri hluta að baki sér.

Svona verða veg­ir guðs í stjórn­mál­um órann­sak­an­leg­ir um tíma, en skila að lok­um skýrri niður­stöðu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: