Vilhjálmur Bjarnason skrifaði:
Með Kvöldskóla KFUM verður til net stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins í grasrót og verkalýðs- og millistétt. Kvöldskóli KFUM er hættur og ekkert komið í staðinn fyrir hann!
„Kerfisflokkar eru þeir flokkar sem hafa staðið af sér ótal kosningar og kreppur. Hér á landi urðu til „stéttaflokkar“ um 1920, með fullveldinu. Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur áttu að skipta með sér fylgi vinnandi fólks í sveitum, Framsóknarflokkurinn og í þéttbýli, Alþýðuflokkurinn,“ segir í nýjustu Moggagrein Vilhjálsm Bjarnasonar.
„Alþýðuflokkurinn hefur fengið nýja kennitölu og nýtt nafn. Síðasti fornaldarkratinn er hættur! Kristján Lúðvík Möller er hættur! Samfylkingin hefur eðli Kvennalista! Án allrar útgeislunar! Einskis máls flokkur! Að auki, þeir sem tala fyrir þessa fylkingu eru fjandanum leiðinlegri og skapvondir.“
Svo eru það Vinstri græn: „Að ekki sé talað um Vinstri græna, með allt sitt hugsjónafólk! Sem fer svo í aðra flokka þegar það fær ekki allt sem það krefst!“
Svo er það Sjálfstæðisflokkurinn:
„Sjálfstæðisflokkurinn verður til úr Íhaldsflokknum og Frjálslynda flokknum. Hann átti að verða flokkur atvinnurekenda, en verður fyrir guðsglettni „flokkur allra stétta“. Guðsglettnin var sú að forystumenn í KFUM voru flestir í Sjálfstæðisflokknum. Með Kvöldskóla KFUM verður til net stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins í grasrót og verkalýðs- og millistétt. Kvöldskóli KFUM er hættur og ekkert komið í staðinn fyrir hann!
Flokkurinn verður 42% flokkur á landsvísu en vel yfir 50% flokkur í Reykjavík, þar sem Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur áttu að hafa meiri hluta að baki sér.
Svona verða vegir guðs í stjórnmálum órannsakanlegir um tíma, en skila að lokum skýrri niðurstöðu.“