- Advertisement -

Formaður Samfylkingarinnar kokgleypir gróusögur

„Eru Sigurður Ingi fjármálaráðherra og Kristrún Frostadóttir svona illa upplýst eða hafa þau enga sómakennd?“

Sigurjón Þórðarson.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Snorri Másson stýrði sérkennilegum umræðum á ársfundi SFS um íslenska kvótakerfið í sjávarútvegi þar sem þátttakendur héldu því fram allir sem einn að íslenska kerfið væri það allra besta í heimi.

Þátttakendurnir voru sveitarstjórnarmenn úr Sjálfstæðisflokki og síðan fjármálaráðherra og Kristrún formaður Samfylkingarinnar. Engu að síður blasir það við hverjum þeim sem fer yfir meintan „árangur“ kerfisins að veiði hverrar einnar og einustu fisktegundar sem sett hefur verið inn í kerfið að það hefur ávallt leitt til gríðarlegs samdráttar á veiði.

Þorskveiðin er nú um helmingur af því sem hún var fyrir kvótasetningu.

Þorskveiðin er nú um helmingur af því sem hún var fyrir kvótasetningu og nánast hefur verið hætt að veiða úthafsrækju, en engu að síður, þá er línan frá SFS að kerfið sé einstakt.

Á fundinum var síðan boðið til umræðna þeim stjórnmálamönnum sem játast undir viteysuna og engri gagnrýni hleypt að.

Forsvarsmenn SFS vita af árangursleysinu en telja eflaust að minni afli skipti minna máli en kostirnir þ.e. að SFS hafi: a) einokun á að nýta sameiginlega auðlind, b) fá að verðleggja aflann inn í eigin vinnslu á undirverði, c) fá að endurvigta eigin afla, d) selja í gegnum eigin „sölufélög“ í skattaskjólum. Þetta er auðvitað ástand enginn stjórnmálamaður i vestrænu lýðræðisríki ætti að geta sætt sig við og alls ekki formaður í jafnaðarmannaflokki, en steinn tekur úr þegar hún mærir kerfið.

Formaður Framsóknarflokksins tókst á loft í fyrrgreindri umræðu og fullyrti fjálglega um hörmungar Norðamanna m.a. í markaðsamálum og formaður Samfylkingarinnar kokgleypti vitleysuna og gott ef bætti ekki í vitleysuna.

Hvernig sem á það er litið þá er meiri sátt í Noregi um kerfið og ef aflatölur eru skoðaðar áratugi aftur í tímann þá er ljóst að stjórnunin þar skilar mun betri árangri en hér. Það fór um mann hálfgerður kjánahrollur um að fylgjast með grobbi Kristrúnar og Sigurðar Inga um árangurinn hér og hörmungarnar í Noregi.

Eru Sigurður Ingi fjármálaráðherra og Kristrún Frostadóttir svona illa upplýst eða hafa þau enga sómakennd? Ég læt hér fylgja með nýlega frétt þar sem Norðmen gleðjast yfir metárangri!

https://thefishingdaily.com/latest-news/2023-record-year-for-norwegian-wild-caught-fish-through-rafisklaget/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR30D1CgTzx74Mk8CDFGvt8A0LvWU8IwAcXla_m0f7Qfp96W_Q7st4qEhGc_aem_AWzFtMExKiHrNHDKl9F8xGs_Up0gGUPrgYqw4gtxET-xgXIehtus3nwrCjQP5jrewFDdGthNRCRX3-nTqgCM-CsN

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: