Fréttir

Formaður SA: Telur gagnrýni vera árás

By Miðjan

April 04, 2020

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir í Moggagrein í dag, að sér þyki sú gagnrýni sem settur hefur verið fram á Bláa lónið vera árás á fyrirtæki og fólk. Hann nefnir aldrei Bláa lónið en víst er að hann hefur það í huga þegar hann skrifar greinina.

„Úrræðið fel­ur ekki í sér að starfs­menn af­sali sér upp­sagn­ar­fresti sín­um. Þeir eiga þann kost að hafna minnkuðu starfs­hlut­falli og verður þá sagt upp störf­um og fá greidd laun á upp­sagn­ar­fresti. Þegar gild­is­tíma úrræðis­ins lýk­ur verður al­menn­ur rétt­ur þeirra til at­vinnu­leys­is­bóta sá sami og áður en gripið var til þess,“ skrifar formaður SA.

Hann endar skrif sín með þessum hætti: „Árás­ir und­an­far­inna daga á ein­staka fyr­ir­tæki, vegna beit­ing­ar of­an­greinds úrræðis til að vernda starfs­fólk sitt, eru í besta falli um­hugs­un­ar­verðar. Ég vona og trúi því að við met­um það ofar að vernda fólkið okk­ar, tryggja af­komu þess og störf til framtíðar frek­ar en að leggj­ast í póli­tísk­ar og hug­mynda­fræðileg­ar skot­graf­ir og níða skó­inn af fólki og fyr­ir­tækj­um. Nú þurf­um við á sam­stöðu að halda, ekki sundrungu.“

Sitt sýnist eflaust hverjum. Hvert og eitt okkar má og verður reyndar að hafa skoðanir á því sem gert er. Bláa lónið hefur gefið vel af sér og það er ekkert að því að gagnrýna að það skuli fyrst fyrirtækja sækja sér styrk úr ríkissjóði.