- Advertisement -

Formaður Framsóknar varar við

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, skrifar Moggagrein þar sem hann varar nýju ríkisstjórnina við:

„Hin nýja rík­is­stjórn seg­ist ein­setja sér að vinna gegn sundr­ung og tor­tryggni og byggja und­ir traust og sam­heldni í ís­lensku sam­fé­lagi. Það vek­ur því furðu að sama fólk ætl­ar sér – þrátt fyr­ir enga umræðu í aðdrag­anda kosn­inga – að draga þjóðina inn í umræðu um aðild að tolla­banda­lagi ESB, þar sem vitað er að þjóðin er djúpt klof­in gagn­vart þeirri veg­ferð. Meiri­hluti þjóðar­inn­ar mun aldrei gefa af­slátt á að missa for­ræði yfir auðlind­um lands­ins. Evr­ópu­sam­bandið er í stór­kost­legri krísu þessi miss­er­in, hag­vöxt­ur nær eng­inn, at­vinnu­leysi vax­andi, kaup­mátt­ur al­menn­ings rýrn­ar, eng­inn kraft­ur í ný­sköp­un eða nýt­ingu gervi­greind­ar til hags­bóta fyr­ir sam­fé­lagið. Ólíkt Íslandi, þar sem síðustu 10 ár hafa verið saga mik­ils hag­vaxt­ar og auk­ins kaup­mátt­ar launa­fólks – ekki síst þeirra sem lægstu laun­in hafa. Veru­leg ný­sköp­un hef­ur átt sér stað á öll­um sviðum og upp­bygg­ing nýrra verðmætra skap­andi út­flutn­ings­greina eins og lyfjaiðnaðar, fisk­eld­is og ekki síst skap­andi greina.“

Þarna er mikið sagt. Þrátt fyrir ótrúlega auma útkomu í þingkosningunum í lok nóvember vill Sigurður Ingi halda áfram sem formaður. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður reyndi, en gat ekki, leynt áformum sínum um framboðs til formanns. Það stefnir því í baráttu milli þeirra tveggja, formannsins og varaformannsins.

Framsókn hefur aldrei áður þurft að þola ámóta niðurlægingu og í síðustu kosningum.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: