Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, skrifar Moggagrein þar sem hann varar nýju ríkisstjórnina við:
„Hin nýja ríkisstjórn segist einsetja sér að vinna gegn sundrung og tortryggni og byggja undir traust og samheldni í íslensku samfélagi. Það vekur því furðu að sama fólk ætlar sér – þrátt fyrir enga umræðu í aðdraganda kosninga – að draga þjóðina inn í umræðu um aðild að tollabandalagi ESB, þar sem vitað er að þjóðin er djúpt klofin gagnvart þeirri vegferð. Meirihluti þjóðarinnar mun aldrei gefa afslátt á að missa forræði yfir auðlindum landsins. Evrópusambandið er í stórkostlegri krísu þessi misserin, hagvöxtur nær enginn, atvinnuleysi vaxandi, kaupmáttur almennings rýrnar, enginn kraftur í nýsköpun eða nýtingu gervigreindar til hagsbóta fyrir samfélagið. Ólíkt Íslandi, þar sem síðustu 10 ár hafa verið saga mikils hagvaxtar og aukins kaupmáttar launafólks – ekki síst þeirra sem lægstu launin hafa. Veruleg nýsköpun hefur átt sér stað á öllum sviðum og uppbygging nýrra verðmætra skapandi útflutningsgreina eins og lyfjaiðnaðar, fiskeldis og ekki síst skapandi greina.“
Þarna er mikið sagt. Þrátt fyrir ótrúlega auma útkomu í þingkosningunum í lok nóvember vill Sigurður Ingi halda áfram sem formaður. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður reyndi, en gat ekki, leynt áformum sínum um framboðs til formanns. Það stefnir því í baráttu milli þeirra tveggja, formannsins og varaformannsins.
Framsókn hefur aldrei áður þurft að þola ámóta niðurlægingu og í síðustu kosningum.
-sme