- Advertisement -

Formaður andmælir Framsókn

Formaður Íbúasamtaka miðborgarinnar, Benóný Ægisson, er alls ekki sáttur við framgöngu Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninganna.

Benóný skrifar:

Eitt aðalslagorð Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar er „Hugsum út fyrir miðborgina“ og auglýsir flokkurinn nú grimmt að það séu tvær sundlaugar í miðborginni en engin í Grafarholti og á það að vera til marks um forréttindastöðu miðborgarinnar. Ég gerði eftirfarandi athugasemd á Fb-síðu Framsóknar í Reykjavík:

„Þetta er andstyggilegur status. Sundhöll Reykjavíkur var byggð 1937 og er eina íþróttamannvirkið sem byggt hefur verið í miðbæ Reykjavíkur. Það eru ekki tvær sundlaugar í miðbænum, það er bara einn sundstaður og á 80 ára afmæli hans var bætt við útilaug sem er sambærilegt við margar aðrar sundlaugar í Reykjavík. Grafarholt er hinsvegar nýtt hverfi og fær án efa sína sundlaug á endanum. Framsókn í Reykjavík er hinsvegar lítil sæmd af svona málflutningi.“

Íbúar í miðbænum kannast ekki við að þeir hafi einhverja forréttindastöðu umfram aðra íbúa borgarinnar enda hafa þeir alltaf verið aftarlega í goggunarröðinni þegar kemur að hagsmunaaðilum í miðborginni. Það er því afar dapurlegt þegar stjórnmálaflokkur ákveður að fiska í svo gruggugu vatni á atkvæðaveiðum sínum að hann elur á andúð á hverfinu og íbúum þess.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: