- Advertisement -

Forleikurinn að stjórnarslitunum

Ríkisstjórnin hefur stuggað við sínu verðmætasta baklandi. Ósætti er með uppggjöfina í veiðigjaldamálinu og sama er að segja um afstöðu heilbrigðisráðherra til einkareksturs. Stjórnarandstaða hefur myndast þar sem síst skyldi.

Vitað er að fátt er Sjálfstæðisflokki, og formanni hans Bjarna Benedikltssyni, mikilvægara en stuðningur Morgunblaðsins og ritstjóra þess, Davíðs Oddssonar. Davíð og Morgunblaðið boðar breytingar þar á. Tvær ástæður eru nefndar um slaka frammistöðu Sjálfstæðisflokksins, sem og samstarfs flokkanna.

Hið fyrra eru endalok lækkunnar veiðigjalda. Þau er ritstjóranum, Morgunblaðinu og útgefendum þess ekki að skapi.

„Stefnu- og for­ystu­leysi“

„Rík­is­stjórn­in gafst upp og bakkaði í vik­unni frá mál­um sín­um við minnsta mót­byr. Litl­um minni­hluta á þingi er leyft að taka völd­in og eft­ir sit­ur veik­ari rík­is­stjórn sem hef­ur sýnt slíkt stefnu- og for­ystu­leysi að erfitt er að sjá að hún muni ná tök­um á því verk­efni sem henni hef­ur verið falið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Davíð Oddsson: Hann er ósáttur með uppgjöf ríkisstjórnarinnar.

Þannig hefst leiðari dagsins í Mogganum. Uppgjöf ríkisstjórnarinnar, og þá væntanlega einkum Sjálfstæðisflokksins, veldur vonbrigðum í Hádegismóum. Um leið sést hversu staðan er alvarleg. Aðeins hálfu ári eftir stjórnarmyndunina. Nú er fokið í flest skjól.

„Önn­ur birt­ing­ar­mynd veik­leik­ans“

Það er ekki bara uppgjöfin í veiðigjaldamálinu sem fær hár ritstjórans til að ýfast. Svandís Svavarsdóttir hefur, að mati Moggans, stigið yfir línuna.

„Á sama tíma og rík­is­stjórn­in sýn­ir þessi veik­leika­merki ger­ist það – og ef til vill má segja að það sé önn­ur birt­ing­ar­mynd veik­leik­ans – að heil­brigðisráðherra rek­ur af mik­illi óbil­girni stefnu sem ekki verður séð að sam­starfs­flokk­arn­ir í ríkisstjórnarsamstarfinu hafi skrifað upp á. Heil­brigðisráðherr­ann er kom­inn í stríð við einka­rekst­ur í heil­brigðis­kerf­inu og virðist hafa ein­sett sér að nýta tím­ann í ráðuneytinu til að þrengja eins og kost­ur er að einka­rek­inni heil­brigðis­starf­semi.“

Þarna er mikil alvara á ferðum. Svandís gerir sig líklega til að skrúfa fyrir sjálftökukranann. Það má ekki að mati ritstjórans og Moggans.

Svandís Svavarsdóttir:
Afstaða hennar eykur enn á ósætti Morgunblaðsins.
Ljósmynd: RÚV.

„Að brjóta niður kerfið“

„Um leið und­ir­býr ráðherr­ann að auka um­svif hins rík­is­rekna kerf­is á kostnað einka­rek­inn­ar þjón­ustu, þó að ljóst megi vera að hag­kvæmt sé að reka hluta heil­brigðis­kerf­is­ins utan stóra rík­is­spít­al­ans,“ segir í leiðara dagsins.

Og svo að endingu kom þetta:

„Þó að margt megi vissu­lega bæta er ís­lenska heil­brigðis­kerfið í grunn­inn mjög gott og með því að auka svig­rúm sjálf­stætt starf­andi lækna og fyr­ir­tækja á heil­brigðis­sviði má nýta fjár­muni enn bet­ur og byggja upp framúrsk­ar­andi heil­brigðis­kerfi hér á landi. Hætt­an er þó sú, að heil­brigðisráðherra fái áfram óáreitt­ur að brjóta niður kerfið og laga það að kredd­um um að ríkið eitt megi veita heil­brigðisþjón­ustu. Fari svo mun þjón­ust­an versna mjög og fórn­ar­lömb­in verða þá þeir sem leita þurfa þjón­ustu heil­brigðis­kerf­is­ins; all­ur al­menn­ing­ur í land­inu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: