Viðskipti / Í Mogga dagsins segir: „Forlagið, stærsta bókaforlag landsins, hefur fengið 75 milljónir króna í endurgreiðslur frá íslenska ríkinu síðustu 18 mánuði. Umræddar greiðslur eru í samræmi við nýleg lög sem sett voru til að styðja við íslenska bókaútgáfu.“
Þar segir einnig:
„Styrkirnir hafa verið veittir sem stuðningur við útgáfu á íslensku efni. Eignarhald félagsins skiptir þar ekki máli,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurður um þessar endurgreiðslur ríkisins í gær.
„Í fyrra fékk Forlagið endurgreiddan kostnað vegna útgáfu 57 verka. Heildarupphæð endurgreiðslu það ár var 33.029.696 krónur. Það sem af er þessu ári hefur Forlagið fengið endurgreiddan kostnað vegna 51 verks. Heildarupphæð endurgreiðslu nemur 42.206.045 krónum,“ segir í Mogga.