- Advertisement -

Forhert fólk eða hálfvitar?

Björn Birgisson í Grindavík skrifaði á Facebooksíðu sína:

Er landinu stjórnað af einstaklega forhertu fólki eða af algjörum hálfvitum?

Það er ríkjandi 200 manna hámarksregla og samt er allt í lagi að pakkað sé í flugstöðinni og fólk þar álíka þétt saman og saltsíld í tunnu! Það mátti ekki halda útihátíðir en það má stefna allra þjóða kvikindum þúsundum saman í flugstöðinni, veifandi annað hvort engum pappírum eða marklitlum sneplum, jafnvel fölsuðum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Dreifandi veirusmitum í allar áttir!

Svo þegar Landspítalinn yfirfyllist þá segir fjármálráðherra skoffínið siðlausa að það sé starfsfólkinu og stjórnendum um að kenna – ekki takist að útskrifa nægilega marga sjúklinga til að rýma til fyrir nýjum!

Maðurinn með fjárveitingavaldið vogar sér að segja svona þvælu!

Það er bara ekki heil brú í þessu.

Mörg þúsund smitum spáð á næstu vikum – og það er bara allt í lagi á meðan ferðaþjónustan er að fá peninga í kassann!

Þetta er ekki lengur bara hálfvitalegt – þetta er orðið glæpsamlegt stjórnleysi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: