Við lýsum vanþóknun á framgöngu Sambands íslenskra sveitarfélaga við þá.
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:
Á meðan að ofur-launafólkið sem lifir undir verndarvæng hins opinbera, þar sem að kerfið sér samviskusamlega um að færa því endalausar kjarabætur og hækkanir, sýnir af sér algjöra forherðingu gagnvart lægst launaðasta starfsfólkinu og reynir að notfæra sér uppnámið sem Covid – 19 orsakar til að hóta og hrella eru trúnaðarmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg búnir að senda frá sér magnaða stuðningsyfirlýsingu til Eflingar-fólksins sem nú er í erfiðri baráttu.
Ég hvet ykkur innilega til að lesa hana alla og líka nöfn allra sem skrifa undir; 60 manneskjur sem skilja fullkomlega að ef samstaðan er órofin er allt hægt.
Ég er enn og aftur innilega stolt af því að fá að tilheyra þessum hópi. Við láglaunafólk höfum fundið raddirnar okkar og kraftinn okkar og með samstöðuna að vopni höldum við áfram að krefjast þess að þetta samfélag virði okkur og vinnuna sem við innum af hendi án nokkurs afsláttar.
Við lýsum yfir samstöðu með félögum okkar hjá sveitarfélögunum.
Við trúnaðarmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lýsum yfir samstöðu með félögum okkar í Eflingu sem nú eru í verkfalli hjá öðrum sveitarfélögum.
Við höfum staðið í sögulegri og erfiðri kjarabaráttu, þar með talið löngu verkfalli, til að fá fram leiðréttingu á kjörum okkar gagnvart Reykjavíkurborg. Það hvarflaði aldrei að okkur að félagar okkar hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og öðrum sveitarfélögum á félagssvæði Eflingar yrðu sviknir um sams konar kjaraleiðréttingar. Þeir vinna sömu störf og við, innan sama starfsmatskerfis og við, á sama atvinnusvæði og við, og innan vébanda sama stéttarfélags og við. Þeir eru láglaunafólk og að stærstum hluta konur, eins og við.
Við lýsum yfir fullum stuðningi við verkfallsaðgerðir og baráttu félaga okkar hjá sveitarfélögunum. Við lýsum vanþóknun á framgöngu Sambands íslenskra sveitarfélaga við þá. Bæði ríkið og Reykjavíkurborg hafa komið til móts við kröfur Eflingarfélaga um sérstaka leiðréttingu lægstu launa og kjara sögulega vanmetinna kvennastétta. Samband íslenskra sveitarfélaga sker sig nú eitt frá stofnunum hins opinbera í kjarasamningsgerð við láglaunafólk á Höfuðborgarsvæðinu. Við krefjumst þess að Samband íslenskra sveitarfélaga geri við þá samning sem felur í sér sams konar kjarabætur og þær sem við sömdum um við Reykjavíkurborg.
Við fordæmum harðlega þá hræsni sem felst í því að Kópavogsbær krefji skólaliða um að mæta til starfa á verkfallsundanþágum vegna veirufaraldurs til að þrífa grunnskóla á sama tíma og bærinn neitar að semja á sanngjörnum og eðlilegum forsendum við starfsmenn.
Við fundum fyrir miklum stuðningi samfélagsins í okkar baráttu. Félagar okkar hjá sveitarfélögunum eiga inni sama stuðning. Það er mikill misskilningur ef sveitarfélögin halda að þau geti svikið láglaunafólk um kjarabætur jafnvel þótt kastljós fjölmiðla sé á öðrum atburðum. Um það verður aldrei sátt og við það verður aldrei unað.
Við erum tilbúin að leggja okkar lóð á vogarskálar, með fjöldann og samstöðuna að vopni, til að tryggja ásættanlega niðurstöðu fyrir félaga okkar.
Verði ekki samið fljótt og á sanngjörnum forsendum við félaga okkar hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og hjá Sveitarfélaginu Ölfus þá erum við reiðubúin að skoða allar aðgerðir til stuðnings við félaga okkar.
Yfirlýsing samþykkt af 60 trúnaðarmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg
- Andrea Jóhanna Helgadóttir
- Anna Björk Ágústsdóttir
- Anna Ólafía Grétarsdóttir
- Arnar Þór Sigríðarson
- Ásdís Margrét Magnúsdóttir
- Ásthildur Kolbeins
- Benedikt Birgisson
- Bjarki Garðarsson
- Björk Sigurþórsdóttir
- Bylgja Haraldsdóttir
- Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir
- Edda Rós Örnólfsdóttir
- Elín Jónsdóttir
- Emil Örvar Jónsson
- Friðjón Víðisson
- Gréta Guðný Snorradóttir
- Guðbjörg Ásta Indriðadóttir
- Guðbjörg Björnsdóttir
- Guðbjörg Gísladóttir
- Guðbjörg Jóna Pálsdóttir
- Guðfinna Albertsdóttir
- Guðríður Anna Jóhannesdóttir
- Harpa Ásgeirsdóttir
- Helga Björnsdóttir
- Herdís Lovísa Magnúsdóttir
- Hólmfríður Vigdís Sævarsdóttir
- Hrönn Bjarnþórsdóttir
- Jenný Olga Pétursdóttir
- Jolita Varaniute
- Jón Helgi Guðbjörnsson
- Jóna Karen Jensdóttir
- Katrín Hólm Árnadóttir
- Kolbrún Íris Káradóttir
- Kolbrún Valvesdóttir
- Kolfinna Elíasdóttir
- Ksenija Redcenkova
- Lilja Eiríksdóttir
- Magnea Guðný Ferdinandsdóttir
- Magnús Emil Bech
- Magnús Freyr Magnússon
- Margrét Andrea Pétursdóttir
- Margrét Halldórsdóttir
- Margrét Ósk Hjartardóttir
- Michael Bragi Whalley
- Monika M. Rzedowska-Nosek
- Níels Jónsson
- Oddný Ófeigsdóttir
- Óli Pétur Benediktsson
- Pétur Óskar Pétursson
- Ragnheiður I. Sigurgeirsdóttir
- Ragnheiður Sara Th. Sörensen
- Regína Laufdal Aðalsteinsdóttir
- Sigita Halldórsson
- Steinunn Másdóttir
- Sunna Ýr Einarsdóttir
- Svanhvít Óladóttir
- Thelma Björk Brynjólfsdóttir
- Þórhildur G. Jóhannesdóttir
- Þórhildur Svavarsdóttir
- Vania Valentinova