- Advertisement -

Fordæmalaus uppbygging íbúða í Reykjavík

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Þórhidur Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, eru ekki sammála.

„Fordæmalaus uppbygging íbúða á sér nú stað í Reykjavík. Þær eru af öllum stærðum og gerðum um alla borg, sumar byggðar af einkaaðilum en aðrar af óhagnaðardrifnum uppbyggingarfélögum,“ segir í bókun meirihlutaflokkanna í borgarráði.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru ekki sannfærðir um ágæti þessa:

„Lóðaúthlutanir borgarinnar í stofnframlögum eru ógagnsæ og í einhverjum tilfellum er verið úthluta framlögum og gæðum borgarinnar án þess að endanlegt og samþykkt skipulag liggi fyrir. Þá er rétt að geta þess að borgin rukkar þessi verkefni fyrir byggingarrétt að heildarfjárhæð 962 milljónir króna. Þá er óljóst hvaða verkefni fái mótframlag ríkisins og því má ætla að þessi samþykkt skili sér ekki í framkvæmd,“ segir í bókun þeirra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Íbúðirnar sem matsnefnd borgarinnar um stofnframlög er að leggja til hér í dag eru á vegum fjölda slíkra félaga. Þetta er áframhaldandi uppbygging Bjargs sem er íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, Félagsbústaða sem eru að fjölga félagslegum íbúðum, þetta er nýr íbúðakjarni fyrir fatlaða á Kjalarnesi, þá er hússjóður Öryrkjabandalagsins einnig meðal samþykktra umsókna og loks nýjar stúdentaíbúðir við Háskólann í Reykjavík,“ segir einnig í bókun meirihlutans.

  • Samþykkt að veita Andrastöðum hses. stofnframlag að upphæð kr. 29.912.160 vegna 7 leiguíbúða.
  • Samþykkt að veita Arnrúnu íbúðafélagi hses. stofnframlag að upphæð kr. 10.207.181 vegna 18 leiguíbúða.
  • Samþykkt að veita Bjargi íbúðafélagi hses. stofnframlag að upphæð kr. 249.669.087 vegna 52 leiguíbúða.
  • Samþykkt að veita Bjargi íbúðafélagi hses. stofnframlag að upphæð kr. 268.018.657 vegna 69 leiguíbúða.
  • Samþykkt að veita Bjargi íbúðafélagi hses. stofnframlag að upphæð kr. 178.308.999 vegna 45 leiguíbúða.
  • Samþykkt að veita Brynju hússjóði Öryrkjabandalagsins stofnframlag að upphæð kr. 366.933.000 vegna 70 leiguíbúða.
  • Samþykkt að veita Félagsbústöðum hf. stofnframlag að upphæð kr. 38.151.258 vegna 7 leiguíbúða.
  • Samþykkt að veita Félagsbústöðum hf. stofnframlag að upphæð kr. 516.083.416 vegna 124 leiguíbúða.
  • Samþykkt að veita Félagsbústöðum hf. stofnframlag að upphæð kr. 30.701.678 vegna 6 leiguíbúða.
  • Samþykkt að veita Grunnstoðum fyrir hönd Nauthólsvegar 87 hses. stofnframlag að upphæð kr. 490.755.851 vegna 166 leiguíbúða. 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: