Greinar

„Fólk­inu í land­inu er löngu ofboðið“

By Miðjan

June 13, 2021

„Hið stóra und­ir­liggj­andi mál í okk­ar sam­fé­lagi er nýt­ing auðlind­ar­inn­ar í haf­inu og hvernig þeim auði hef­ur verið ráðstafað með ákvörðunum stjórn­mála­manna. Það mál er af þeirri stærðargráðu að fyrr eða síðar veld­ur það ein­hvers kon­ar spreng­ingu. Auðlinda­málið er mál sem gæti leitt til ger­breyt­ing­ar á flokka­kerf­inu eins og við þekkj­um það. Fólk­inu í land­inu er löngu ofboðið,“ skrifaði Styrmir Gunnarsson í Mogga gærdagsins.

„Lík­urn­ar á því að ein­hver nú­ver­andi flokka taki á sig rögg og móti sér stefnu sem end­ur­spegli vilja fólks­ins í land­inu hafa ekki verið mikl­ar. Það eru liðin rúm­lega þrjá­tíu ár frá því að málið varð til með einni ákvörðun vinstri­stjórn­ar. Á þeim tíma hef­ur ekk­ert annað gerst í lýðræðis­ríki en að festa óbreytt kerfi í sessi,“ skrifaðu Styrmir.