„Hið stóra undirliggjandi mál í okkar samfélagi er nýting auðlindarinnar í hafinu og hvernig þeim auði hefur verið ráðstafað með ákvörðunum stjórnmálamanna. Það mál er af þeirri stærðargráðu að fyrr eða síðar veldur það einhvers konar sprengingu. Auðlindamálið er mál sem gæti leitt til gerbreytingar á flokkakerfinu eins og við þekkjum það. Fólkinu í landinu er löngu ofboðið,“ skrifaði Styrmir Gunnarsson í Mogga gærdagsins.
„Líkurnar á því að einhver núverandi flokka taki á sig rögg og móti sér stefnu sem endurspegli vilja fólksins í landinu hafa ekki verið miklar. Það eru liðin rúmlega þrjátíu ár frá því að málið varð til með einni ákvörðun vinstristjórnar. Á þeim tíma hefur ekkert annað gerst í lýðræðisríki en að festa óbreytt kerfi í sessi,“ skrifaðu Styrmir.