- Advertisement -

Fólkið vill fara nýsjálensku leiðina

Gunnar Smári skrifar:

Almenningur fær rödd í fréttatíma Ríkisútvarpsins. Þó þetta sé ekki marktækt úrtak þá vita allir sem á annað borð fara um meðal almennings að þetta er akkúrat vilji mikils meirihluta fólks, líklega um 90-95% fjöldans. Förum nýsjálensku leiðina; beitum hörðum sóttvörnum á landamærunum í von um að geta lifað eðlilegu lífi innan þeirra. Sigríður Andersen, Brynjar Níelsson og nýfrjálshyggjuarmur Pírata lýsa sérvisku mikils minnihluta fólks, algjörri jaðarskoðun.

Jón Þór Ólafsson sendir eftirfarandi athugasemd:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég hef farið vel yfir það að farsælast sé að takmarka réttindi á landamærum til að geta létt verulega takmarkanir réttinda innanlands.

Það sem ég hef sagt og skrifað opinberlega og er ofarlega á facebook vefnum mínum:

  • 1. Reynsla ríkja um allan heim sýna okkur
  • að takmörkun frelsis til að forðast eða ná niður bylgju verndar bæði:
  • – líf og heilsu fólks, og
  • – efnahag ríkja og lífsviðurværi heimilanna.
  • 2. Reynslan hér heima sýnir okkur að ferðafrelsi yfir landamæri getur hrynt af stað bylgju sem kostar mikið frelsi okkar allra innanlands til ferða, samkomu og atvinnu.

Til að vernda betur líf, heilsu og lífsviðurværi landsmanna virðist valið vera milli meiri takmarkana á:

  • A) ferðafrelsi þeirra sem fara yfir landamærin
  •  eða
  • B) ferða, samkomu og atvinnufrelsi allra innanlands.

Get ekki betur séð en að það verji frelsi langflestra – borgararéttindi sem best – að tryggja að fólk haldi sóttkví við komu til landsins. – Og það er hægt án þess að brjóta stjórnarskrána og þau grundvallar réttindi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: