Gunnar Smári skrifar:
Já, góðan daginn, betur setta fólkið sem var að koma úr skíðaferð verður auðvitað að fá laun; neyðarfundir og alles. En láglaunafólkið sem er í verkfalli eða á leið í verkfall, fólk sem ríki og borg hafa ekkert sinnt þótt samningar hafi verið lausir síðan 1. apríl í fyrra? Fólkið sem á ekki fyrir mat út mánuðinn? Einhverjir neyðarfundir? Nei. Einhver áhugi hjá ríkisstjórn og meirihlutanum í borginni? Nei, mælist ekki. Núll. Fyrir hverja vinnur stjórnmálastéttin? Ekki almenning, heldur fólk sem fer í skíðaferðir til Ítalíu um mánaðamótin feb/mars. Það er fólk sem stjórnmálastéttin tengir við.