- Advertisement -

Fólkið ræður kosningum og flokkar á skilorði

Skoðanakönnun 365 sýnir miklar hræringar í íslenskum stjórnmálum. Þrír flokkar eru í frjálsu falli; Framsókn, Viðreisn og Björt framtíð.

Breytingarnar eru það miklar, ekki síst hjá litlu stjórnarflokkunum, að vandséð er að þeir eigi sér bjarta framtíð. Mikið þarf að gerast til að þeir nái vopnum sínum.

Ég birti hér viðtal sem ég átti við Jón Gunnar Bernburg, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands þegar ég starfaði á Hringbraut, en hann rannsakaði Búshaldabyltinguna og eins Panamamótmælin.

Meðal annars er kýrskýrt að það er fólkið, kjósendur, sem ráða hvenær er kosið til Alþingis.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þjóðin hefur tvisvar krafist kosninga. Í bæði skiptin leiddu inngrip þjóðarinnar til þess sama, það var kosið. Þeir flokkar sem nú eru í stórhættu verða að hafa þetta hugfast. Misstigið þeir sig, það er breyti þeir gegn vilja þjóðarinnar, mega þeir búast við að kosið verði að nýju.

Þeir ráða engu um hvort svo verður. Það gerir fólkið. Kjósendur. Veikir flokkar eru á skilorði.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: