Fréttir

Fólkið í kraganum skuldar mest

By Miðjan

October 26, 2015

Efnahagur Að meðaltali skulda einstaklingar í póstnúmer sem byrja á 2 mest, en þar eru meðal annar Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Reykjanesbær. Þar á eftir koma einstaklingar í póstnúmerum sem byrja á 1 (Reykjavík, Seltjarnarnes og Vogar). Lægstu skuldir eru í póstnúmerum sem byrja á 4 (Vestfjörðum) og 7 (Austurland).  Almennt virðast skuldir sem hlutfall af ráðstöfunartekjum lækka eftir því fjær höfuðborgarsvæðinu farið er, með þeirri undantekningu að einstaklingar í póstnúmerum sem byrja á 6 skulda meira en búast mætti við. Skýrist það væntanlega af því að Akureyri er á því svæði.

Þetta kemur fram á vef greiningardeildar Ladnsbankans.