Fékk þetta að láni frá Samstöðinni:
Í könnun Gallup í febrúar sögðust 42,0% þátttakenda styðja ríkisstjórnina. Stuðningurinn hefur ekki farið neðan. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar mælist 40,1% og hefur ekki mælst minna. Ef kosið yrði nú myndu ríkisstjórnarflokkarnir tapa 13 þingmönnum og kolfalla.
Ef við brjótum niðurstöðu könnunarinnar niður á þingmenn með hefðbundnum hætti er staðan þessi:
Ríkisstjórn:Sjálfstæðisflokkur: 14 þingmenn (-3)Framsóknarflokkur: 7 þingmenn (-6)Vg: 4 þingmenn (-4)Ríkisstjórn alls: 25 þingmaður (-13)
Hin svokallaða frjálslynda miðja:Samfylkingin: 16 þingmenn (+10)Píratar: 8 þingmenn (+2)Viðreisn: 5 þingmenn (óbreytt)Hin svokallaða frjálslynda miðja: 29 þingmenn (+12)
Ný-hægri andstaðan:Flokkur fólksins: 3 þingmenn (-3)Miðflokkurinn: 3 þingmenn (+1)Ný-hægri andstaðan: 7 þingmenn (-2)
Stjórnarandstaða utan þings:Sósíalistaflokkurinn: 3 þingmenn (+3)
Allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa tapað fylgi frá kosningum. 6,5% kjósenda hafa snúið sér frá Framsókn, 5,8% kjósenda frá Vg og 1,9% kjósenda farið frá Sjálfstæðisflokksins.
Flokkur fólksins hefur líka misst fylgi, 3,2% hafa snúið sig frá flokknum. Og reyndar 0,9% frá Viðreisn og 0,1% frá Miðflokknum.
En hvert fer þetta fólk, 18,4% kjósenda?
Flestir hafa snúið sér að Samfylkingunni, 14,1%. Píratar hafa fengið 3,5% og Sósíalistar 0,9%.
Auðvitað er þetta ekki alveg svona. Flokkur getur misst frá sér fólk en fengið annað í staðinn. Þetta er nettóhreyfingarnar milli flokka.