Fréttir

Fólk í sjálfstortímingu og erlendir rónar

By Miðjan

January 20, 2018

Stjórnmál Eftir viku velur Sjálfstæðisflokkurinn leiðtoga sinn í Reykjavík. Fimm eru í boði. Einn þeirra er Viðar Guðjohnsen. Hann skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Hann kemur víða við. Meðal annars skrifar hann:

„Ég hef sagt að skattborgarinn eigi ekki að borga fyrir fólk í sjálfstortímingu og mun ég skera niður við trog í þessum málaflokki. Það er undarlegt að hugsa til þess að útlendir rónar ferðist heimshorna á milli til þess að leggjast á félagslega kerfið hér í Reykjavík en þetta er raunin. Reykjavík virðist stefna í að verða einhverslags félagsleg ruslakista fyrir menn í sjálfstortímingu. Á minni vakt verður félagsleg aðstoð skorin niður við nögl. Væntanlega mun mannréttindaskrifstofa borgarinnar súpa hveljur en óttist ekki, það mun verða mitt fyrsta verk að loka henni.“