Gunnar Smári skrifar:
Eðlilega. Þetta er fólk sem er að reyna að bjarga lífi sínu. Egypski herinn, sem rændi völdum af lýðræðiskjörinni stjórn með blessun nýlenduveldanna, heldur úti morðsveitum til að drepa pólitíska andstæðinga. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur tekið að sér að reka fólk, sem ekki sættir sig við valdarán og alræði hersins, fyrir aftökusveitir hersins. Fjölskyldan á allan rétt til að flýja, fyrst kúgara sína í Egyptalandi og nú stuðningsfólk kúgarana hérlendis; ríkisstjórnina, útlendingastofnun og íslensku lögguna.
Heigulsafstaða ráðherra, sem halda því fram að þeir beri ekki ábyrgð heldur eitthvert yfirmannlegt kerfi er skammarleg, afstaða sem var dæmt ósiðleg og gagnslaus í Nürnbergréttarhöldunum fyrir meira en 70 árum. Við berum persónulega ábyrgð innan ómanneskjulegs kerfis. Okkur ber skylda til að bjarga lífi fólks.