Stjórnmál

Fólk sem á hvorki spritt né grímur og situr fast heima / Það er bara þannig

By Miðjan

November 23, 2020

Einstaklingar sem eru fastir heima hjá sér, hafa hvorki grímur né spritt, sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, á Alþingi.

Ég hef spurt að þessu áður en nú hef ég eiginlega meiri áhyggjur vegna þess að nú hefur faraldurinn dregist á langinn og þessir einstaklingar komast hvorki út í strætó eða neitt. Hvert geta þeir hringt, þó það væri ekki nema í hjálparsamtök eða eitthvað sem búið væri að skipuleggja, til að þeir gætu fengið grímur og jafnvel spritt sent heim til þess að eiga möguleika á að komast út í samfélagið og komast í verslanir, t.d. matvörubúð?

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ráð undir rifi hverju:

-Hins vegar vil ég segja það almennt við háttvirtan þingmann að undir kringumstæðum eins og þessum, þegar við erum í almannavarnaástandi eða í alvarlegu ástandi í samfélaginu, bitnar það alltaf harðast á jaðarsettum hópum. Það er bara þannig, sagði ráðherrann.

-Ég myndi halda að það ætti að leita til félagsþjónustu sveitarfélags viðkomandi. Verslunum er skylt að hafa aðgengilegt spritt í búðunum þegar maður kemur inn, hvort sem eru lyfjaverslanir eða matvöruverslanir, sagði Svandís einnig.