Stjórnmál

Fólk ráði sjálft hvaða fjölmiðill fái þriðjung útvarpsgjaldsins

By Miðjan

March 12, 2023

„Ég mæli hér fyrir þingsályktunartillögu sem þingflokkur Miðflokksins leggur fram og er svohljóðandi,“ sagði Bergþór Ólason, þingflokksformaður hins tveggja manna þingflokks Miðflokksins.

Í greinagerð með frumvarpinu segir til dæmis:

„Ég held að hér gefist tækifæri til þess að innleiða þennan hvata sem góður fréttaflutningur af málefnum líðandi stundar er undirorpinn og þetta er líka sanngirnismál í mínum huga. Útvarpsgjaldið er lögþvinguð aðgerð; 20.200 kr. á hverju ári á hverja kennitölu sem er skattskyld. Þetta safnast saman og það að leggja hér til að þriðjungi þessa gjalds verði ráðstafað með frjálsum hætti til þess fjölmiðils sem viðkomandi kýs að gera, þykir okkur flutningsmönnum málsins hófleg nálgun á það að styðja við einkarekna fjölmiðla í landinu. Ég ítreka að við flutningsmenn málsins, ég sem hér stend og háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, leggjum fram þessa tillögu sem hljóðar svo:

Alþingi ályktar að fela menningar- og viðskiptaráðherra í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram frumvarp þess efnis að lögum um ráðstöfun útvarpsgjalds skuli breytt. Breytingin lúti að því að hverjum og einum greiðanda útvarpsgjalds skuli heimilt að ráðstafa allt að þriðjungi gjaldsins til annarra fjölmiðla en Ríkisútvarpsins eins og hann kýs.“