Fólk mótmælir í Costco
- kaupmenn vilja rukka þá um þúsundir sem prófa, en kaupa ekki. Stóraukin verslun á netinu.
Neytendur Meðal kaupmanna eru uppi hugmyndir um að rukka það fólk sem mátar eða prófar vörur í verslunum án þess að kaupa það sem það prófar eða mátar. Þetta er hugsað senm vörn við samkeppni við netverslun sem eykst ört.
Morgunblaðið fjallar um þetta og þar segir ónafngreindur kaupmaður að til greina komi að innheimta nokkur þúsund króna gjald af fólki sem prófar tiltekna vöru. Með því á að bregðast við því að fólk skoði vörur til að geta pantað þær síðar á netinu. Annar viðmælandi Morgunblaðsins, sem er sagður hafa yfirsýn yfir þróunina í versluninni, notaði orðið „plága“ þegar slíka vöruskoðun bar á góma. Hún væri mörgum þyrnir í augum.
Þá er fullyrt, rétt einsog hefur áður komið fram hér á Miðjunni, að hluta af jákvæðum viðbrögðum við Costco megi rekja til þess að fólk mótrmæli því sem var, þ.e. ótrúlega háu verðlagi. „Fólk var reitt út í kaupmanninn, einkum í matvælageiranum, út af verðlagningunni. Við fengum að kenna á því líka. Rætt var um að íslensk verslun væri að leggja alltof mikið á vörurnar,“ sagði nafnlaus kaupmaður, sem rekur sérvöruverslun.
Verðvitund fólks virðist aukast. „Pressan á verð er rosalega mikil. Breytingin er hröð. Fólk hefur meira milli handanna og það ferðast oftar. Það kaupir vörurnar frekar erlendis,“ sagði annar nafnlaus kaupmaður við Morgunblaðið.
-sme