- Advertisement -

Fólk er jákvæðara gagnvart sósíalisma en kapítalisma

Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands eru landsmenn jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Það munar þó ekki miklu. 31% segjast vera mjög eða frekar jákvæð gagnvart sósíalisma en 29% mjög eða frekar jákvæð gagnvart kapítalisma.

Konur vilja sósíalisma

En þegar svörunum er skipt eftir kynjum kemur í ljós að 37% karla eru jákvæða gagnvart kapítalisma en aðeins 18% kvenna. 41% kvenna er hins vegar jákvæða gagnvart sósíalisma en aðeins 24% karla. 

Karlar skiptast nokkur jafnt í afstöðu sinni til kapítalisma, 37% jákvæðir og 36% neikvæðir. Aðeins 18% kvenna eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 51% neikvæð. Og 24% karlanna eru jákvæðir gagnvart sósíalisma en 49% neikvæðir á meðan 41% kvennanna eru jákvæðar en aðeins 28% neikvæðar.

Sjá nánar hér: https://sosialistaflokkurinn.is/2021/07/16/landsmenn-eru-jakvaedari-gagnvart-sosialisma-en-kapitalisma/


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: