Svo alvarleg er staðan að sjúklingar sem bíða þess að komast á sjúkrahúsið Vog hreinlega deyja meðan þeir bíða. Þörfin er svo langtum meiri en sjúkrahúsið getur sinnt. Fimmtán sjúklingar á biðlustum létust í fyrra og ellefu árið á undan. Þetta er bráðavandi. Tuttugu og sex manneskjur á aðeins tveimur árum.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, segir að framundan sé stefnumótun um meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Fjölbreytileiki og framboð meðferðarúrræða verði meðal þess sem farið verði yfir í þeirri vinnu.
En hvenær verður það? Framundan eru fundir, vangaveltur og þess háttar. Á meðan deyr fólk.
Að auki skilar um þriðjungur veika fólksins á biðlistunum ér ekki í meðferð.