- Advertisement -

Fólk dæmt í ánauð banka og til húsnæðisleysis

Ætlar hæstvirtur fjármálaráðherra og ríkisstjórnin að standa áfram á hliðarlínunni á meðan þrír nefndarmenn peningastefnunefndarinnar leiða þúsundir heimila og fyrirtækja í glötun?

Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, spurði Bjarna Benediktsson efnahagsmálaráðherra knýjandi spurninga:

„Þegar peningastefnunefnd er skoðuð kemur í ljós að hún er ákaflega einsleit. Allir nefndarmenn hafa sterk tengsl við fjármálageirann og í henni er enginn fulltrúi neytenda. Einnig má færa rök fyrir því að fólk sem er með í kringum tvær milljónir í laun á mánuði sé ekki hæft til að dæma almenning, alla hina, í ánauð bankanna og til húsnæðisleysis. Fólk með slíkar tekjur deilir ekki kjörum með almenningi og á því auðvelt með að dæma almenning í ánauð bankanna á grundvelli úreltra hagfræðikenninga.“

Gleymum því ekki að fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, stýrivaxtafíkillinn Paul Walker, sagði á sínum tíma að til þess að ná verðbólgu niður þyrftu lífskjör að lækka og það er í alvöru hugmyndafræði peningastefnunefndarinnar. Þær kenningar sem Seðlabankinn starfar eftir hafa það beinlínis að markmiði að lækka lífskjör almennings.

Þú gætir haft áhuga á þessum

BB: Bitnar fyrst á þeim sem hafa minnst milli handanna.

Þau eru öll á grænni grein og geta því talað fjálglega um ásættanlegan fórnarkostnað eða að auðvitað sé ekki hægt að bjarga öllum. Stóra málið er hins vegar að ef þau væru ekki raunvaxtafíklar að missa sig í rétttrúnaðinn þá þyrfti ekki að bjarga neinum.

Því spyr ég: Ætlar hæstvirtur fjármálaráðherra og ríkisstjórnin að standa áfram á hliðarlínunni á meðan þrír nefndarmenn peningastefnunefndarinnar leiða þúsundir heimila og fyrirtækja í glötun? Er einhver von til þess að hann og þessi ríkisstjórn axli einhvern tímann ábyrgð sína gagnvart heimilum landsins sem kjörnir fulltrúar eða eruð þið bara búin að gefa þetta eftir?

„Ef það er verðbólga hér á landi, stöðug, og verðbólguhorfur eru slæmar mun það að sjálfsögðu bitna á heimilunum, fyrst á þeim sem hafa minnst milli handanna. Að sjálfsögðu mun það brjótast út í kjörum húsnæðislána og í öllum vaxtakjörum á markaðnum. Hækkanir Seðlabankans eru til þess að slá á væntingar um það hversu lengi þetta tímabil mun vara. En þetta er grundvallarumræða um það hvort við eigum yfir höfuð að láta Seðlabankann hafa vaxtaákvörðunartækið,“ svaraði efnhagsmálaráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: