- Advertisement -

Flytja inn fjörutíu Pólverja til fiskvinnslu

Ásmundur Friðriksson:
Það vekur athygli að tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 69,9 millj. kr. á ári þegar kostnaður stofnunarinnar var 138 milljónir árið 2019 og 147 milljónir árið 2020.

„Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur sagt upp starfsfólki frá og með 1. maí nk. en þá tekur fyrirtækið Sólar ehf. við ræstingunni og gott starfsfólk munstrað á galeiðu atvinnuleysisins,“ sagði Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki.

„Það vekur athygli að tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 69,9 millj. kr. á ári þegar kostnaður stofnunarinnar var 138 milljónir árið 2019 og 147 milljónir árið 2020. Ég velt því fyrir mér hvernig má ná þessum kostnaði niður um 50% í útboði og á hvaða launum er starfsfólk verktakans ef heilbrigðisstofnunin getur sparað 50% af kostnaði með útboði á verkefnum lægst launaða starfsfólksins í stofnuninni? Jafnvel gæðastuðlar og tæki kalla á starfsfólk,“ bætti hann við.

Ásmundur: „Þetta er ekki það eina sem veldur mér áhyggjum í því atvinnuástandi sem er í landinu í dag. Á Suðurnesjum er 25% atvinnuleysi, þúsundir atvinnulausar. Þrátt fyrir það hefur fiskvinnsla á svæðinu nýlega flutt inn 40 pólska starfsmenn til að vinna fisk í stað þess að freista þess að fá starfsmenn á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum. Getur verið að það sé vegna þess að fyrirtækið getur lagt farandverkafólki til húsnæði og skjól sem er í eigu þess sem ekki þarf fyrir starfsmenn sem búa á Suðurnesjum?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það gengur yfir mig…“

„Það gengur yfir mig hvernig fyrirtæki og stofnanir ganga fram með uppsögnum gagnvart atvinnulausu fólki með þröngum eigin hagsmunum eða hagnaðarvon á tímum atvinnuleysis og kórónuveirufaraldurs,“ sagði Ásmundur Friðriksson á Alþingi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: