- Advertisement -

Flutti inn 170 tonn af eigin hvalkjöti

Sjávarútvegur „…var upplýst að heildarmagn hvalaafurða, sem sendar hafi verið úr landi og komið aftur til baka til Íslands árin 2013 og 2014, hafi samtals verið 169.960 kg. Þá kom fram í svari Hvals hf. að varan úr gámunum hafi við endurkomu til Íslands verið tæmd inn í frystiklefa og beðið þar næsta skips.“

Þetta er hluti svars Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur á Alþingi.

Hvalur undirbýr enn á ný útflutning á hvalkjöti. Ekki er vitað hvort huti þess sé kjöt sem áður hefur verið flutt út.
Vegna fyrirspurnar Katrínar óskaði sjávarútvegsráðuneytið svara frá tollstjóra, þar sem Katrín spurði meðal annars:  Hve mikið af því hvalkjöti sem flutt hefur verið út á þessu ári og því síðasta hefur verið sent aftur hingað? Hvað er gert við það hvalkjöt sem er sent til baka? Ráðuneytið fór bónleið til búðar. „  Ráðuneytið óskaði eftir upplýsingum frá tollstjóra varðandi þessi atriði en hann hefur synjað aðgangi að þessum gögnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í 9. gr. er kveðið á um takmörkun á upplýsingarétti en þar er mælt fyrir um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig hefur tollstjóri metið það svo að aðflutningsskýrslurnar hafi að geyma viðkvæmar upplýsingar um mikilvæga viðskiptahagsmuni Hvals hf.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: