Gunnar Smári skrifar:
Hvaða grín er að að Samtök atvinnulífsins séu að semja við flugumferðarstjóra? SA er klúbbur auðugasta fólks Íslands, örfárra fjölskyldna sem hafa sölsað undir sig yfirráð í stærstu fyrirtækjum landsins. Þetta er andlýðræðislegt fyrirbrigði þar sem hver maður hefur ekki eitt atkvæði heldur hver króna, þarna ríkir vald auðs. Flugumferðarstjórar eru opinberir starfsmenn sem veita opinbera þjónustu, þótt misviturt fólk hafi stofnað eitthvert gervifyrirtæki um þá þjónustu. Það er fjármála- og innviðaráðherrar sem eiga að semja við flugumferðarstjóra. Þeir bera ábyrgð á að samgöngur séu góðar og öruggar til og frá landinu.