- Advertisement -

Flugfarið selt langt undir raunvirði

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári Egilsson.

Um 3,5 milljón farþega flaug með WOW í fyrra. Tap félagsins var um 22 milljarðar króna. Það merkir að félagið hafi tapað um 6.250 krónum á hverri ferð, að farþegi sem flaug til og frá Íslandi hafi borgað 12.500 kr. minna fyrir miðann sinn en það kostaði félagið að flytja hann. Ef félagið fer í þrot kemur það í hlut kröfuhafa að borga þennan mismun.

Sambærilegar tölur fyrir Icelandair eru 4,1 milljón farþega og 6,7 milljarða króna tap; hver ferð seld 1630 kr. undir kostnaði og flugferð fram og til baka 3.260 kr. undir kostnaði félagsins. Icelandair á enn digra sjóði frá góðu árunum og notar þá til sveiflujöfnunar.

Flug með WOW til London á fimmtudaginn og heim á laugardaginn kostar 15.254 kr. Það er ekki hægt að bóka lengra fram í tímann. Með Icelandair kostar sama ferð 23.205 kr. Mismunurinn er um 8 þús. kr. á meðan mismunurinn á tapi félaganna per farþega er rúmlega 9 þús. kr.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: