Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desember hækkaði um 0,31% frá því í nóvember. Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 14,3%, kostnaður vegna húsnæðis, hita og rafmagns hækkaði um 0,5% og verð á bensíni og olíum lækkaði um 2,4%.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,8% og vísitala án húsnæðis hefur lækkað um 0,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,1% sem jafngildir 0,3% verðhjöðnun á ári (1,4% verðhjöðnun fyrir vísitölu án húsnæðis).
Meðalvísitala neysluverðs árið 2014 var 421,1 stig, 2,0% hærri en meðalvísitala ársins 2013. Samsvarandi breyting var 3,9% árið 2013 og 5,2% árið 2012.
Sjá nánar af vef Hagstofunnar.